Saturday, June 11, 2011

Það eru eintómir skýja- og rigningardagar þessa dagana í Salz. Ég voga mér þó ekki að væla enda er hér hlýtt og fallegt þrátt fyrir það - annað en á stórundarlega Íslandi. Ég verð þó að ná einhverju tani áður en ég kem heim fyrst ég er alltaf að monta mig :)

Sigga frænka er að útskrifast í dag sem hjúkrunarfræðingur, hún er svo mikill snillingur. Hún á sko fjögur börn. Ég á ekkert en væli samt sundum yfir bölvuðu álagi, þegar maður þó hefur allan tímann í heiminum í raun og þarf að hugsa um fátt annað en rassinn á sjálfum sér. Pú á mig. Ég elska samt skólalífið, það er virkilega næs. Það er alveg ár eftir en samt bara ár í að ég fari að vinna og verði bara að því nokkurn veginn (ef Guð lofar og allir hinir) þar til ég verð gömul. Sjet.


Spíttbátur í Salzach, hef aldrei séð það áður og væri til í að prófa.

Ég finn ekki "fyrir"myndina sem ég tók í mars og ætlaði að miða við þegar allt væri orðið grænt. Hún væri þá við hliðina á þessari. Fjallið er Gaisberg, sem við Hjalti löbbuðum upp um daginn.

Hjólatúr á leið til Hörpu og Halla.

Þyrla á húsþaki.

Það er rosa mikið uppáhalds að rölta eða hjóla á Mc Café, fá mér stóran kaffi, smáköku og lesa í bók eða læra. Hingað til hef ég ekki gert það sama heima á Íslandi, en mun vonandi bæta úr því við heimkomu. Það er æðis.

Hjólatúr um daginn með Hörpu og Halldóru Björgu. Þetta er Mirabell Garten. Sehr schön.

Er ég búin að setja margar myndir af kaffi, köku og bók á þetta blogg?

Á þennan snilling er ég að fara horfa 17. júní og fagna sýningu, sýningarlokum og þjóðhátíðardegi. Þetta er hin vinsæla Harpa. Seinna mun ég horfa á skvísuna í Hörpu. Ég er farin að safna snilldarsöngkonum í vinahópinn (HMM - augljóslega).

Í tilefni þess að ég postaði www.mfbm.is í síðustu færslu.
http://aslaugosk.blog.is/blog/aslaugosk/ Ég fékk kökk í hálsinn og tár í augun.

Slökum í vælinu yfir því sem skiptir ekki máli og höfum það næs.
xx dísa lífskúnster

Thursday, June 9, 2011

5. - 7. júní fór ég til Genf í Sviss í námsferð þar sem við fengum að sitja fundi á 17th Session-Human Rights Council. Þetta var mögnuð ferð. Hún var reyndar of stutt í ljós ferðalagsins en ég hefði viljað vera einum degi lengur. Þetta var frumraun kennarans svo hann ætlar að hafa hana lengri næst. En við keyrðum um 1800 km þessa þrjá daga. Eittþúsunsogáttahundruð kílómetrar er fjandi mikið í litlum kálfi þar sem ég sat á bossanum í litlu sæti og næs. En í þessum litla kálfi var mikið borðað, spjallað, hlegið og hlegið meira. Og útsýnið var náttúrulega magnað oft á tíðum.

Alparnir. Þarna erum við að keyra frá Austurríki og til Sviss. Ég var eins og smábarn mér fannst þetta svo fallegt. Leiðin til Genf var Austurríki, Þýskaland, Austurríki, Sviss og svo Frakkland þar sem við gistum. Leiðin til baka var svo Frakkland, Sviss, Lichtenstein, Austurríki, Þýskaland og Austurríki. Við stoppuðum nokkrum sinnum á hvorri leið svo pásurnar voru teknar í hinum ýmsum löndum í fallegu umhverfi.



Þetta er tekið innan við hliðið á UN byggingunni. Ef maður ætlar sér að mótmæla mannréttindabrotum er þetta vissulega mjög relevant staður til að mótmæla. Það voru allskonar mótmæli á svæðinu alla dagana.
Þessi eftirréttur var svaðalegur. Þetta er Flammenkuchen sem er réttur a la Sviss en er venjulega í formi aðalréttar, svipað og pizza en þessi var með eplum, kanil og ís.

Umræður á 17th Session Human Rights Council. Aðilar frá Non Governmental Orginization fengu að vera með stutt erindi. Einn þeirra gagnrýndi Kínverja harkalega sem varð til þess að fundurinn sem átti að vera "public" var breytt í "private" og við fengum ekki að fylgjast lengur með. Kínverjar urði brjál og móðgaðir. Ekki að það hafi verið nokkur lýgi eða öfgar í erindi mannsins.



Við gistum á hóteli í Frakklandi og ég var í herbergi með stelpunum tveimur frá Ástralíu og einni frá Þýskalandi. Okei meira í gríni en alvöru og án þess að alhæfa þá er þessi frétt
http://www.visir.is/bandarikjamenn-fyndnastir,-thjodverjar-reka-lestina/article/2011110609104 svo rétt. Í einhverju hláturskastinu var ég líka í kasti yfir því einu hvað hún var einhvern veginn ekki að fatta neina djóka og almennt bara skúli fúli. Ég sagði auðvitað ekki neitt við neinn en ég má deila þessu hérna.

Síminn virkaði ekki þegar yfir landamærin var komið og gat því enginn haft samband við mig né heldur gat ég komist á netið. Ég var viss um áður en ég lagði af stað að litli gaur hjá Ásgeiri bróður og Jóhönnu myndi koma á meðan ég yrði í ferðinni. Snemma morguns 06.06 sagði ég við stelpurnar að litli kæmi í dag. Þetta væri líka svo flott dagsetning. Ég fékk að senda sms úr símanum hjá þýsku til múttu og bað hana um að hringja þegar litli gaur kæmi. Svo að kvöldi 6. þegar við vorum úti að borða kíkti hún á símann sinn þar sem voru þrjú missed calls frá múttu. Ég vissi því að litli gaur væri kominn og brosti hringinn. Þegar sú þýska fattaði hins vegar að Ísland væri ekki í ESB kom hún því kurteisislega til skila að hún vissi nú ekki hvað símtalið kostaði svo ég gæti ekki beðið mömmu að hringja. Really?

Íslendingar kunna almennt ekki að fara með peninga en þetta dæmi er svo lýsandi fyrir marga hérna. Ég bauðst alveg til að láta hana hafa klink. Þetta var bara of mikið. Stúdentar hérna fara á milli búða, finna hvað er ódýrast á hvorum stað og fara svo á milli og kaupa matinn. Með þessu spara þeir kannski tvær evrur og eru helsáttir. Þetta tekur hins vegar tvær klst. eða eitthvað. Áfram gullni meðalvegur.

Litli gaur er himneskur og fullkominn. Þegar ég loksins sá myndir af honum langaði mig að hoppa upp í næstu vél og halda á honum. Ég get ekki beðið eftir því að knúsa hann eftir þrjár vikur.

Annars á ég langa helgi í fríi og var að spá í að fara í dagsferð eitthvað, skoða fallega borg, taka skemmtilegar myndir, fá mér hvítvín og lesa bók. Í næstu viku tek ég vikukúrs um American Law og svo eru tvö próf 22. og 27. júní. Þannig næstu þrjár vikur verða fljótar að líða og ég fer bara að huga að heimkomu. Ég hlakka mikið til.

Þessi tími er búinn að vera yndislegur. Hann er búinn að vera sirka about akkúrat eins og ég vildi að hann yrði, eins og ég sá fyrir og það sem ég þurfti. Ég er ánægð með að hafa látið af þessu verða þrátt fyrir erfiðan vetur, ekki það að ég hafi nokkrum sinnum hugsað um að sleppa þessu en það hefði getað orðið. Þessir mánuðir eru búnir að vera rólegir, endurnærandi, lærdómsríkir, reynslumiklir, ljúfir, notalegir og sólríkir. Ég hefði ferðast meira ef krónan væri ekki ónýt en ég auðvitað ferðaðist "allt" um kring þegar ég var i Vín 2005-2006. Svo er kannski ekki hægt að miða við Ástralana t.d. sem koma kannski til Evrópu þrisvar á lífsleiðinni. Ég er samt búin að fara nokkrum sinnum til Þýskalands, tvisvar til Vínar, Búdapest, Hollands, Graz og Sviss. Ég er auðvitað búin að gera fullt :-)

Að lokum! http://www.mfbm.is/default.aspx Þetta er magnað framtak.

Sögudísa er hætt í bili!
xx

Tuesday, May 31, 2011

Ég ætla ekki að vera með wannabe Flick My Life dálk hérna en ef ég ætlaði að gera það yrði þetta í þeim dálki. Fucking er bær í Austurríki, rétt hjá Salzburg.

Windpassing er líka bær í Austurríki.

Þjóðverjar eru þekktir fyrir margt en að vera fyndnir er ekki eitt af því. Austurríkismenn eru almennt taldir nokkuð líkir Þjóðverjum. Þið getið því ímyndað ykkur hvað bæjarbúar Fucking (og Windpassing) hafa lítinn húmor fyrir túristum sem stela skiltinu aftur... og aftur... og aftur.


Mér finnst þetta ógeðslega fönní.


'
Var að koma úr skokk/hjólaferð í Hellbrunn Garten sem er rétt hjá mér. Það er svo mikið pretty. Ég elska Salzburg.

Monday, May 30, 2011

Júnímánuður verður lærdómsmánuður í Salz .
Í tilefni af því á ég að vera að læra en pósta frekar jarðaberjum og sófasetti.

Það er jarðaberja-season. Það þýðir að jarðaberin eru tryllingslega góð, fersk, ógeðslega mikið til af þeim og hræódýr. ErdbeerDísa er kát með jarðaberjaskálina frá morgni til kvölds.


KD 6021
Af því ég á að vera gera kynningu um hjónaband samkynhneigðra á Íslandi skoða ég falleg húsgögn á netinu. Mig langar í fallegan, kósý, brúnan tungusvefnsófa. Í Reykjavík samt, ekki RP Strasse.


Yndislegi múttinn minn átti afmæli á laugardaginn 28.05. Hún er bestust og fallegust.
Herra Mogensen á sama afmælisdag svo það var haldið upp á hann í Salz með köku, nautasteik, rauðvíni, pakka og H&M sjoppi.

Það er engin kaffivél á Robert Preussler Strasse. McCafé er hérna hinum megin við götuna en ég er tíður gestur þar með góða bók. Það verður samt ljúft að geta fengið sér kaffi án þess að þurfa að borga 450 kall fyrir bollann.


Írskir eftir mánuð!

Sunday, May 29, 2011

Salzburg VI - 3/4


Soldið uppáhalds:



Nú eru ekki nema fjórar vikur í að þetta ævintýri taki enda og alvara lífsins taki við. Alvara lífsins hjá mér er þó ennþá ansi létt og skemmtileg. Ég er komin með vinnu í sumar, sem er náttúrulega frábært. Ég hlakka mikið til að takast á við það. Eftir sumarið tekur við ein "venjuleg" önn í skólanum og svo ritgerð. Eftir ár er ég búin með námið og þá fyrst tekur alvara lífsins við. Hvað sem í henni mun felast.

Þessa litlu ofurhetju passaði ég um daginn. Við Matthildur fórum á róló, röltum um Salzburg og fengum okkur pretzel og skemmtum okkur vel. Maður er ekki lengi að þefa uppi litlar dúllur þó maður flytji úr landi :)

Helst í fréttum frá Salz frá síðustu færslu er að Herra Mogensen kom í heimsókn 19. maí og fór í morgun. Það var æði að hafa hann hérna memm.

Í síðustu færslu óskaði ég eftir vinnu - hún kom (þó hún hafi vissulega ekki komið í gegnum bloggið) og óska ég nú eftir fallegri 2-3 herbergja íbúð í Reykjavík frá og með 1. ágúst nk. Með Reykjavík á ég við svona eðlilega miðsvæðis, þarf ekki að vera 101 en Mosó og Hfj. er out - þið vitið. Svo ef þið vitið um slíkt megiði endilega senda á mig msg á Facebook.

Ég hlakka mikið til að eignast fallegt heimili á ný, geta eldað góðan mat, bakað kökur þegar mig langar, boðið fólki í heimsókn, keypt dúllerí og haft kósý.

Hellurnar tvær í eldhúsinu halda áfram að slá í gegn. Kannski þess vegna sem ég tala extra mikið um eldhúsið í samhengi við nýja íbúð og nýtt heimili.

Jóhanna hans Ásgeirs bró er sett 1. júní - það er næstkomandi miðvikudagur! Mikil ósköp sem ég hlakka til að knúsa þann litla gaur þegar að ég kem heim ásamt Fjólu Katrínu litla fönní snillingnum mínum. Við ætlum að pæjast í sundi í sumar. Það er löngu ákveðið (af minni hálfu en hún mun elska það).

Ég fer til Genf í Sviss á sunnudaginn í skólaferð en þar er mannréttindaráð Sameinuðu þjóðana. Það verður vonandi áhugaverð ferð (m.a. því hún kostar sitt fyrir eiganda að handónýtum krónum!)

Marglituðu, glansandi gaddasandalarnir kosta eittþúsundtvöhundruðogsjötíu evrur - finnst ykkur það ekki fair eða? Mér finnst það. 200.000 kall er ekki neitt fyrir þennan töffaraskap.


Á leið í Saltnámu í Þýskalandi. Þetta var í skólaferð en ég tók Hjalta með svo úr varð góður túristadagur.

Bara stundum að reyna vera kúl krakkar.

xx
dísa

Monday, May 16, 2011

Fjölskylduvika - Vín, Búdapest og Holland

Salzburg heldur áfram að vera falleg eins og hún hefur verið í margar aldir.

Það hefur svo margt gerst síðan ég póstaði síðast. Mamma, pabbi og Gylfi Veigar komu í heila viku - það var yndisleg vika. Við fengum ótrúlega fallegt veður, fórum til Vínar og Búdapest og skoðuðum og gerðum svo margt, bæði þar og hér í Salzburg. Ég geymdi alla helstu túristastaðina þar til þau komu svo mér leið líka eins og ég væri í „útlöndum“ í ferðalagi. Við fórum í hallargarðinn, kastalann, rúnt um bæinn í hestvagni o.fl.

GV, GRG og ÞK í Búdapest

Örn og systkin í Búdapest

Hostfjölskyldan í Vín; Gerhard gamli (65 ára Schwarzenegger) Anna sys, Stefan og Sabina mútti

Picnic í Hellbrunn Garten í Salzburg

Sólbað og leggjaí garðinum fyrir framan Náttúrusafnið í Vín

Ógeðslega fönní móment á Robert-Preussler-Strasse

Elsku múttinn og GV upp á þaki á Hótel Stein í Salzburg að drekka heitt súkkulaði, dúllur ég veit

Sama dag og á sama tíma og þau flugu heim flaug ég til Hollands og var hjá Emmý í viku. Það var eins og við var að búast; tryllings lovely og skemmtilegt. Hlátur, spjall, góður matur og djamm. Við versluðum, hjóluðum, ferðuðumst í lestum um „allt“ Holland o.s.frv. Ég var að heimsækja Emmý í fjórða sinn og ég vildi að ég gæti farið þangað einu sinni í mánuði.

Systurnar úti að borða - Sushi (markmið 2011; læra að borða Sushi)

Daginn eftir að ég kom frá Emmý kom Aldís til Salzburg og var hérna í tvær nætur. Við skoðuðum það helsta í Salzburg, fórum út að borða, drukkum vín, fórum í búðir, fórum út á lífið og höfðum það gott.

Lífið sem ég lifi hérna er í raun of þægilegt - það er þægilegra, rólegra og ljúfara en maður á að venjast býst ég við. En ég reyni líka að njóta þess þeim mun frekar. Ég á eiga eftir að sakna tímans hérna seinna meir. Ég hlakka auðvitað líka til að koma heim, finna íbúð og eignast loksins heimili aftur, njóta íslenskt sumars, leika við uppáhalds fólkið mitt og allt það helsta.

Sundgarðarnir í Salz hafa nú opnað og eru awesome. Selurinn sem ég er keypti náttúrulega season kort í garðana og fór nokkrum sinnum í síðustu viku en þá var tanveður fyrir allan peninginn (nú eru leiðinlegir rigningadagar).

Ég fór til Hörpu í á laugardaginn að horfa á Eurovision, hún bauð mér í sjeðveikan mat. Það var svo gott að fá almennilegan og góðan mat en tvær hellur bjóða ekki upp á fjölbreytta fæðu (og það að búa einn).þ Kjúklingabringur og grænmeti er sem sagt orðið frekar þreytt. Í dag fékk ég svo úgeð góða súkkulaðiköku með jarðaberjum og rjóma í tilefni afmælisdagsins hennar.

Pæjudjamm um daginn

Annars gæti ég vel hugsað mér að búa aftur í útlöndum einhvern tímann. Hvort sem það verður fljótlega eða eftir einhver ár. Þá að sjálfsögðu í meira en eina skólaönn. (Sorrý mamma).

Já og svona btw… Ef einhver veit um vinnu fyrir mig frá 1. júlí (frábær tími til að koma heim í vinnu maður) þá má sá hinn sami láta mig vita. Takk.

Sjáumst!

(45 dagar í Írska!)

Monday, April 18, 2011

Það er aldeilis kominn tími til að uppfæra þetta blogg hérna - mútti er farin að rukka mig.

Þar sem ég hef ekkert skrifað síðan 21. mars sl. en það að helsta að frétta að ég flippaði og flaug til Íslands tveimur dögum eftir síðasta blogg. Okkur pabba þótti þetta afar góð hugmynd. Mamma fór í aðgerð (ekkert alvarlegt) og var á sjúkrahúsi þegar ég kíkti á hana. Hún alltaf jafn silkislök á kantinum yfir því að ég hafi mætt á svæðið. Ég stytti henni stundir í veikindunum og var heima á Skaganum á daginn og í bænum hjá Herra Mogensen á kvöldin. Þetta voru yndislegir nokkrir dagar en frekar furðulegt að kíkja heim svona allt í einu og eftir svona stuttan tíma.

Til þess að komast þetta fyrir sem minnstan pening ferðaðist ég í rúman sólarhring hvora leið. Veiga frænka líkti mér við síguna, ég las tvær bækur á leiðinni og borðaði nestið mitt (hagsýni síguninn tók með nesti).

Ungfrú Vesturland var helgina sem ég var heima. Ásdís Björg frænka, Eva Laufey vinkona og Helga Björg hans Gylfa Veigars voru allar með og allar í sæti - að sjálfsögðu ;-)

Pæjuvinkonurnar. Vantar samt nokkrar pæjur á myndina. Kökuklúbburinn ætti að breyta nafni sínu í pæjuklúbburinn.


Litli bró og Helga.

Ásdís Björg bjútí


Ég heimsótti Aldísi vinkonu til Graz um síðastliðna helgi. Ég tók lestina strax eftir skóla á föstudaginn (þar sem ég hélt kynningu um hvalveiðar í International Environmental Law, það var hresst) og kom heim á mánudagkvöld. Það var svo ótrúlega gaman. Við fengum yndislega gott veður, fórum í búðir (allar H&M svona aðallega), kaffihús, morgunmat úti í sólinni, út að borða, heimapartý (hjá henni) og á djamm, upp á berg (túristast), spjölluðum og hlógum. Þetta var yndisleg helgi. Hún ætlar að koma til mín svo í heimsókn eða ég kíki til Ítalíu með henni í útilegu yfir helgi. Fólk í Graz fer til Króatíu eða Ítalíu í útilegu, við förum til Akureyrar eða upp í Húsafell. Sjarmi við hvoru tveggja býst ég við. Ég er samt meira í Króatíugírnum.


Ís-stopp í sólinni eftir erfiðan verslunardag.

Allir hressir á djamminu. Flottar stelpur.

Annars kom ruglaður maður í tíma í síðustu viku í European Criminal Law. Hann hafði greinilega setið þarna í lengri tíma á aftasta bekk í litlum sal. Allt í einu kallar hann vandræðalega hátt svo allir hrökkva við og nokkrir fara að hlægja „I have a question!“ með innilegum hreim. Hann röflar eitthvað um Bush, í hvaða skóla kennarinn hafi farið o.fl. og vill svo fá Tom Hanks sem forseta Bandaríkjanna. Hann kveikti svo í sígó og var rekinn út. Engin aðgangskort í miðaldarbyggingunum í Salzburg. Það myndi seint poppa inn útigangsmaður í tíma hjá Bonus Pater og allir hressir í HR.

Lífið er ljúft í Salz. Áhyggjulítið, rólegt og notalegt. Er mikið ein með sjálfri mér, hjóla mikið og les mikið. Þetta var góð ákvörðun.

Sumarveðrið kom aftur í gær eftir leiðinlega rigningarviku. Ég tanaði að sjálfsögðu smá báða dagana. Í gær niður í bæ við ána og á kaffihúsi og í dag úti í garði.